Mæla með þjónustu Barnahúss

3 feb. 2012

Í dag voru kynntar niðurstöður könnunar á þjónustu Barnahúss en eins og kunnugt er fól Barnaverndarstofa sálfræðingunum Önnu Kristínu Newton og Elínu Hjaltadóttur í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd að kanna þjónustu Barnahúss á árunum 2007-2009. Framkvæmd könnunarinnar var í höndum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og sá Heiður Hrund Jónsdóttir verkefnastjóri um gagnaöflun og úrvinnslu gagna. Könnunin tekur m.a. til samanburðar á skýrslutöku í Barnahúsi og skýrslutöku í dómstól og samanburðar á upplifun barna og ungmenna af meðferð í Barnahúsi eftir því hvar þau fóru í skýrslutöku.

Langflestir (86%) töldu staðsetningu Barnahúss góða, 69% töldu húsnæðið aðlaðandi og afþreyingin í biðstofu var talin aldurssamsvarandi í um 50% tilfella. Aðspurð töldu 42% svarenda að staðsetning dómstóla væri góð, 23% töldu húsnæðið aðlaðandi og afþreyingin í biðstofu var talin aldurssamsvarandi í um 36% tilfella. Tæplega helmingur (44%) barna og ungmenna sem fóru í skýrslutöku í Barnahúsi fékk einnig meðferð þar að skýrslutöku lokinni. Tæplega áttatíu prósent (79%) barna og ungmenna sem fóru í skýrslutöku í dómstól fengu meðferð í Barnahúsi að skýrslutöku lokinni. Nánast öll ungmenni og foreldrar sem svöruðu könnuninni myndu mæla með þjónustu Barnahúss fyrir börn og ungmenni sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Allir svarendur (100%) voru sammála um að það skipti máli fyrir börn og ungmenni að hafa aðgang að þjónustu Barnahúss þegar grunur leikur á að barn hafi sætt kynferðisofbeldi.

Hér má nálgast skýrsluna í heild.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica