Þjónusta Barnahúss – niðurstöður könnunar

3 feb. 2012

Barnaverndarstofa fól sálfræðingunum Önnu Kristínu Newton og Elínu Hjaltadóttur í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, að kanna þjónustu Barnahúss á árunum 2007-2009. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á málstofu á vegum Rannsóknastofnunarinnar í dag föstudaginn 3. febrúar kl. 15:00 í Háskólatorgi stofu 103. Málstofan er öllum opin sjá auglýsingu.

Athygli vekur að það er hærra hlutfall barna og ungmenna sem fara í skýrslutöku í dómstól sem fá meðferð í Barnahúsi (79%) en þeirra sem fara í skýrslutöku á vegum Barnahúss (47%). Spurt var um aðbúnað og umhverfi skýrslutökunnar og fékk Barnahús jákvæðari umsögn (69%) varðandi þessa þætti en dómstólar (23%). Athuganir á upplifun barna á skýrslutökum hafa leitt í ljós ákveðna þætti sem geta skipt sköpum varðandi það hvernig tekst til að vinna úr reynslu barns/ungmennis sem sætt hefur kynferðisofbeldi. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að Barnahús sé á réttri leið en dómstólar þurfa einkum að bæta aðstöðu sína ef ætlunin er að hlúa að velferð barna í kynferðisbrotamálum. Skýrsluna má nálgast hjá Barnaverndarstofu.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica