Þjónusta Barnahúss – niðurstöður könnunar
Barnaverndarstofa fól sálfræðingunum Önnu Kristínu Newton og Elínu Hjaltadóttur í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, að kanna þjónustu Barnahúss á árunum 2007-2009. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á málstofu á vegum Rannsóknastofnunarinnar í dag föstudaginn 3. febrúar kl. 15:00 í Háskólatorgi stofu 103. Málstofan er öllum opin sjá auglýsingu.
Athygli vekur að það er hærra hlutfall barna og ungmenna sem fara í skýrslutöku í dómstól sem fá meðferð í Barnahúsi (79%) en þeirra sem fara í skýrslutöku á vegum Barnahúss (47%). Spurt var um aðbúnað og umhverfi skýrslutökunnar og fékk Barnahús jákvæðari umsögn (69%) varðandi þessa þætti en dómstólar (23%). Athuganir á upplifun barna á skýrslutökum hafa leitt í ljós ákveðna þætti sem geta skipt sköpum varðandi það hvernig tekst til að vinna úr reynslu barns/ungmennis sem sætt hefur kynferðisofbeldi. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að Barnahús sé á réttri leið en dómstólar þurfa einkum að bæta aðstöðu sína ef ætlunin er að hlúa að velferð barna í kynferðisbrotamálum. Skýrsluna má nálgast hjá Barnaverndarstofu.