Barnaréttarnefnd S.þ. beinir tilmælum til íslenskra dómstóla

17 nóv. 2011

Í morgun efndi Innanríkisráðuneytið til kynningarfundar um niðurstöður barnaréttarnefndar S.þ. á framkvæmd Barnasáttmálans. Á fundinum gerði sendinefnd Íslands sem gaf skýrslu á fundi með barnaréttarnefndinni hinn 23. september. sl. grein fyrir samræðum við nefndina og kynnti niðurstöður hennar sem nú hafa verið gerðar út á íslensku. Jafnframt fjölluðu umboðsmaður barna og fulltrúar Unicef, Barnaheilla og Mannréttindaskrifstofunnar um álit nefndarinnar.

Fram kom á fundinum að mesta áherslan af hálfu barnaréttarnefndarinnar var lögð á að Ísland afturkallaði fyrirvara við fullgildingu Barnasáttmálans er lýtur að framkvæmd 37. gr. Um er að ræða ákvæði sem leggur bann við því að börn afpláni refsidóma í fangelsum á meðal fullorðinna fanga. Þingsályktunartillaga um lögfestingu Barnasáttmálans var samþykkt á Alþingi árið 2008 en ekki verður unnt að hrinda því verki í framkvæmd fyrr en fyrirvarinn verður afturkallaður. Fyrir liggja tillögur um úrbætur á þessu sviði sem miða að því að Barnaverndarstofu verði falið að veita ungum föngum meðferð í stað fangelsisdvalar en þær hafa ekki náð fram að ganga vegna fjárskorts.

Barnaréttarnefndin gerði fjölmargar athyglisverðar tillögur sem miða að því að bæta framkvæmd Barnasáttmálans hér á landi. Forstjóri Barnaverndarstofu vakti sérstaka athygli á tilmælum nefndarinnar sem fram koma í lokaorðum F. hluta niðurstaðna barnaréttarnefndarinnar þar sem hún hvetur til þess að íslenskir dómstólar leiti til Barnahúss til að fá vitnisburð barna.

Umsögn barnaréttarnfndarinnar má lesa hér
Frétt á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins um kynningarfundinn
Áskorun Barnaheilla til stjórnvalda má lesa hér

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica