Danska ríkisstjórnin vill barnahús

17 nóv. 2011

Danska ríkisstjórnin ákvað þann 14. október sl. að hrinda í framkvæmd áætlun um uppbyggingu 10 til 12 barnahúsa í Danmörku á næstu árum og hefur veitt til þess fé sem nemur hátt í milljarði ísl. króna. Dönsku félagasamtökin „Red Barnet“ (Save the Children, Barnaheill) hafa barist ötullega fyrir þessu máli í fleiri ár eða allt frá því að íslenska Barnahúsið fékk viðurkenningu Save the Children/Europe árið 2003 sem fyrirmyndarfyrirkomulag í rannsókn og meðferð kynferðisbrota í skýrslunni „Child Abuse and Adult Justice“ sem tók til tíu Evrópuríkja. Hér má sjá umfjöllun um viðurkenninguna á heimasíðu Barnaverndarstofu árið 2003.

Fyrir nokkrum árum var komið á fót barnvænlegri aðstöðu í tengslum við Háskólasjúkrahúsið í Árósum þar sem læknum, fulltrúum réttarvörslukerfisins og barnaverndar var gert kleift að vinna saman undir einu þaki til að forða börnum frá ítrekuðum viðtölum á mörgum stöðum. Reynslan af þessu tilraunarverkefni hefur þótt góð. Í skýrslu sem samin var af sérfræðingahópi og gefin var út fyrir 2 árum var lagt til að koma á fót 4 slíkum barnahúsum í ólíkum landshlutum og allt að 8 húsum til viðbótar þar sem færi fram rannsóknarviðtöl og meðferðarþjónusta.

Með þessari ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar má segja að mörkuð hafi verið sama stefna og ríkisstjórnir í Svíþjóð og Noregi að tilhögun við rannsókn og meðferð kynferðisbrota gegn börnum verði skapaður rammi með starfsemi barnahúsa. Fyrr á þessu ári opnaði barnahús í Grænlandi og undirbúningur að fyrsta barnahúsinu í Finnlandi er vel á veg komin. Eins og kunnugt er tók íslenska barnahúsið til starfa haustið 1998 en á 13 ára starfstíma hefur það veitt um 2.600 börnum þjónustu.

Frétt Ríkisútvarpsins um málið má sjá hér
Frétt af heimasíðu Red barnet má sjá hér

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica