Könnun á þjónustu Barnahúss

1 nóv. 2011

Barnahús var tekið í notkun þann 1. nóvember 1998 og fagnar því 13 ára starfsafmæli í dag. Á þessu tímabili hafa um 2.600 börn notið þjónustu Barnahúss. Eins og kunnugt er hefur Barnahúsið íslenska orðið fyrirmynd annarra þjóða en alls eru starfandi 30 barnahús á Norðurlöndunum.

Rannsóknir í Evrópu benda til að allt að eitt af hverjum fimm börnum sæti kynferðislegri áreitni og ofbeldi á bernskuárum og hleypti Evrópuráðið af stokkunum átaki gegn kynferðisofbeldi á börnum. Í nóvember 2010 samþykkti ráðherraráð Evróðuráðsins Leiðbeinandi reglur um barnvænlegt réttarkerfi. Reglurnar marka viss þáttaskil því aldrei fyrr hafa réttindi barna gagnvart réttarvörslukerfi verið úrfærð hvorki á alþjóðavettvangi eða í einstökum þjóðríkjum svo vitað sé. Með hinum leiðbeinandi reglum um barnvænlegt réttarkerfi er hugmyndafræði Barnahúss fest enn frekar í sessi.

Við uppsetningu Barnahúss var sérstaklega hugað að upplifun barna sem þurfa að takast á við þá reynslu að fara í skýrslutöku og/eða meðferð vegna þess að þau hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Lögð er áhersla á að gera umhverfi Barnahúss sem barnvænast og á það bæði við um innri og ytri þætti starfseminnar. Til dæmis er Barnahús staðsett í rólegu íbúðarhverfi og húsgögn valin sérstaklega með börn í huga. Hvað varðar innri þætti hafa allir sérfræðingar Barnahúss fengið sérhæfða þjálfun í viðtalstækni.

Barnaverndarstofa hefur lengi áformað að hrinda í framkvæmd óháðu árangursmati af þjónustu Barnahúss. Á árinu 2010 fól stofan Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) að hrinda í framkvæmd úttekt á þjónustu Barnahúss en hana önnuðust sálfræðingarnir Anna Kristín Newton og Elín Hjaltadóttir. Slík rannsókn hefur ekki áður verið gerð en markmið hennar var að kanna hvernig notendur Barnahúss upplifa gæði þjónustunnar, m.a. í samanburði við þau börn sem koma til skýrslutöku hjá héraðsdómstólum. Skýrsla um könnunina er væntanleg en hún tekur til þjónustu Barnahúss á árunum 2007-2009. Niðurstöðurnar eru um margt ánægjulegar og má þar helst nefna að 92% þeirra sem nutu þjónustu Barnahúss kveðjast myndu mæla með Barnahúsi fyrir þá sem eru í sömu sporum og þeir voru í áður.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica