Þjónusta fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi

17 okt. 2011

Barnaverndarstofa hefur hrundið af stað tilraunaverkefni í samstarfi við barnaverndarnefndir og lögreglu á Höfuðborgarsvæðinu þar sem veitt er þjónusta í málum barna og unglinga er orðið hafa vitni að ofbeldi milli foreldra. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni fram á langtíma afleiðingar heimilisofbeldis fyrir börn þá virðast barnaverndaryfirvöld sem og aðrir ekki gefa þeim börnum sem búa við þær aðstæður nægjanlegan gaum. Markmið stofunnar með slíku tilraunaverkefni er fyrst og fremst að leggja mat á líðan, hugsanir og óskir barnanna með það fyrir augum að veita þeim áfallahjálp og annan viðeigandi stuðnig strax í kjölfar atburða af þessu tagi. Gerður hefur verið samningur við reyndann félagsráðgjafa og starfar hann samkvæmt umboði barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu.

Um er að ræða tilraunaverkefni í sex mánuði frá 15. september 2011 til 15. mars 2012 og felst þjónustan í:

a) að bregðast við tilkynningum frá lögreglu eða barnavernd utan skrifstofutíma vegna heimilisofbeldis eða ágreinings á milli foreldra í þeim tilvikum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer í útkall og barn/börn eru á staðnum

b) að ræða við börnin með það að leiðarljósi að kanna líðan þeirra, upplifun og viðhorf til þeirrar atburðarrásar sem leiddi til lögregluafskipta

c) að leggja mat á þörf barnanna fyrir áfallahjálp í kjölfar lögregluafskiptanna og veita þeim meðferðarviðtal eins fljótt og við verður komið

d) að gera áætlun um meðferðarþörf og kynna hana viðkomandi barnaverndarnefnd og eftir atvikum forsjáraðila barnanna

e) að annast viðtalsmeðferð í samræmi við meðferðaráætlun í allt að 5 skipti að jafnaði

d) að skila stuttri greinargerð um hvert barn sem þjónustan tekur til og kynna hana viðkomandi barnaverndarnefnd og eftir atvikum forsjáraðilum barnsins

Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica