Barnahúsið vekur athygli Mannréttindaráðs SÞ

14 okt. 2011

Barnahúsið kom til sérstakrar umræðu við skýrslugjöf Íslands hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðana í Genf í Sviss 10. október sl. Sendinefnd Íslands gerði grein fyrir skýrslu um stöðu mannréttinda en mörg ráðuneyti, stofnanir og félagasamtök á Íslandi komu að gerð skýrslunnar. Í kjölfar ræðu innanríkisráðherra svaraði hann fyrirspurnum um Barnahús og tíundaði hann ágæti Barnahúss og sagði frá reynslunni af því. Kom í ljós að Barnahúsið íslenska hefur vakið heimsathygli fyrir hve ákjósanlegt fyrirkomulag það býður upp á til að tryggja börnum sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegu ofbeldi vinsamlegt umhverfi fyrir skýrslutökur. Sjá nánar heimasíðu ráðherra og vef innanríkisráðuneytis en þar er að finna ávarp ráðherra, skýrslu Íslands og upptöku af fundi íslensku sendinefndarinnar með Mannréttindaráði SÞ.

Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica