Barnahúsið vekur athygli Mannréttindaráðs SÞ

14 okt. 2011

Barnahúsið kom til sérstakrar umræðu við skýrslugjöf Íslands hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðana í Genf í Sviss 10. október sl. Sendinefnd Íslands gerði grein fyrir skýrslu um stöðu mannréttinda en mörg ráðuneyti, stofnanir og félagasamtök á Íslandi komu að gerð skýrslunnar. Í kjölfar ræðu innanríkisráðherra svaraði hann fyrirspurnum um Barnahús og tíundaði hann ágæti Barnahúss og sagði frá reynslunni af því. Kom í ljós að Barnahúsið íslenska hefur vakið heimsathygli fyrir hve ákjósanlegt fyrirkomulag það býður upp á til að tryggja börnum sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegu ofbeldi vinsamlegt umhverfi fyrir skýrslutökur. Sjá nánar heimasíðu ráðherra og vef innanríkisráðuneytis en þar er að finna ávarp ráðherra, skýrslu Íslands og upptöku af fundi íslensku sendinefndarinnar með Mannréttindaráði SÞ.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica