Bók um kynferðisofbeldi

6 okt. 2011

Barnaverndarstofa fagnar útgáfu bókarinnar „Hinn launhelgi glæpur. Kynferðisbrot gegn börnum“ sem er mikilvægt framlag til umræðu um kynferðisbrot gegn börnum. Fjöldi höfunda kemur að ritun bókarinnar en ritstjóri og meðhöfundur er Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í refsirétti og afbrotafræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Í bókinni sem er í þremur hlutum, er á þriðja tug greina þar sem fjallað er um viðfangsefnið á forsendum ólíkra fræðigreina. Fyrsti hluti fjallar um löggjöf og meðferð kynferðisbrota gegn börnum, annar hluti um þolendur kynferðislegrar misnotkunar og að lokum er fjallað um gerendur. Bókin nýtist við kennslu á háskólastigi á ýmsum sviðum félagsvísinda og lögfræði auk þess að vera handbók fyrir alla sem starfa að málefnum barna. Nánari upplýsingar um innihald bókarinnar og höfunda má nálgast hér.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica