Bók um kynferðisofbeldi

6 okt. 2011

Barnaverndarstofa fagnar útgáfu bókarinnar „Hinn launhelgi glæpur. Kynferðisbrot gegn börnum“ sem er mikilvægt framlag til umræðu um kynferðisbrot gegn börnum. Fjöldi höfunda kemur að ritun bókarinnar en ritstjóri og meðhöfundur er Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í refsirétti og afbrotafræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Í bókinni sem er í þremur hlutum, er á þriðja tug greina þar sem fjallað er um viðfangsefnið á forsendum ólíkra fræðigreina. Fyrsti hluti fjallar um löggjöf og meðferð kynferðisbrota gegn börnum, annar hluti um þolendur kynferðislegrar misnotkunar og að lokum er fjallað um gerendur. Bókin nýtist við kennslu á háskólastigi á ýmsum sviðum félagsvísinda og lögfræði auk þess að vera handbók fyrir alla sem starfa að málefnum barna. Nánari upplýsingar um innihald bókarinnar og höfunda má nálgast hér.

Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica