MST sýnir góðan árangur við hegðunarvanda og vímuefnanotkun

31 maí 2011

Fjölkerfameðferð (MST) hefur staðið fjölskyldum á suðvesturhorninu til boða frá hausti 2008. Rúmlega 100 fjölskyldur hafa tekið þátt í MST frá upphafi og um 80% þeirra hafa lokið meðferðinni. MST er ítarlegt 3-5 mánaða meðferðarúrræði á heimavelli fyrir fjölskyldur 13-18 ára unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda, þar með talinn vímuefnavanda, skólavanda, afbrot eða ofbeldishegðun. Reynt er að draga úr líkum á eða koma í veg fyrir vistun utan heimilis og er meðferðaraðili í föstum samskiptum við fjölskylduna nokkrum sinnum í viku og fjölskyldan hefur aðgengi að meðferðaraðila í síma allan sólarhringinn. MST meðferðin byggir á alþjóðlegum rannsóknum sem leiða í ljós að meðferð á heimavelli hefur til lengri tíma litið betri virkni en meðferð utan heimilis.

Sett eru einstaklingsbundin yfirmarkmið í upphafi MST meðferðar sem eru brotin niður í vikuleg undirmarkmið. Þannig er árangur metinn hjá hverri fjölskyldu og hefur matið áhrif á lengd meðferðar. Með símtölum við foreldra er síðan kannaður árangur af MST útfrá skilgreindum heildarmarkmiðum , 6, 12 og 18 mánuðum eftir að meðferð lýkur. Í febrúar síðastliðnum höfðu 36 fjölskyldur lokið MST fyrir 12 mánuðum eða lengri tíma síðan (hópurinn er enn lítill þar sem meira en 18 mánuðir eru liðnir frá lokum meðferðar). Eins og sjá má í töflu hér að ofan (smellið á töflu til að stækka) höfðu tæp 18% af þessum 36 unglingum verið vistaðir utan heimilis á tímabilinu sem verður að teljast góður árangur því eins og gefur að skilja þurfa ákveðnir einstaklingar eftir sem áður meðferð utan heimilis. Tölurnar leiða í ljós góðan árangur á öðrum þáttum, eins og virkni í skóla eða vinnu, lögregluafskiptum, vímuefnanotkun og ofbeldishegðun.

Þátturinn „kemst ekki í kast við lögin“ er einnig staðfestur með upplýsingum um fjölda neikvæðra afskipta samkvæmt skráningarkerfi lögreglunnar. Ef miðað er við ofangreindan hóp 36 unglinga þá voru 70 afskipti á 12 mánaða tímabili fyrir MST meðferð, 22 afskipti 6 mánuðum eftir að MST lauk og 32 afskipti (þar af 25% afskiptanna hjá sama einstaklingi) 12 mánuðum eða lengur eftir að MST lauk. Þetta gefur sterka vísbendingu um að upplýsingar foreldra um jákvæðan árangur geti talist áreiðanlegar.

MST meðferðin beinist að þeim þáttum sem hafa ráðandi áhrif á og viðhalda hegðunar- og vímuefnavanda hjá hverjum og einum. Þessir þættir geta verið mjög mismunandi hjá hverri fjölskyldu og er innbyggt í meðferðina að meta hvað hentar best og aðlaga þjónustuna að þörfum hvers og eins. Almennt er stefnt að því að draga úr eða koma í veg fyrir vanda unglingsins með því að efla styrkleika og eftirlit foreldra, bæta tengsl og samheldni fjölskyldumeðlima, efla tengsl við mikilvæga aðila í nærumhverfinu og bæta þannig bjargráð fjölskyldunnar, sem og að bæta stöðu barns í skóla, vinnu, tómstundum og jákvæðum félagahópi.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica