Samstarf í almannaþágu

9 feb. 2011

Um eitt hundrað starfsmenn og sjálfboðaliðar í öryggis- og neyðarþjónustu af öllu landinu koma saman til fundar í tilefni af 112-deginum sem að venju er haldinn 11. febrúar. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. febrúar kl. 13-17. Markmið hans er að ræða framtíðarskipan öryggis- og neyðarþjónustu og hvernig þjónustan verði best sniðin að þörfum almennings. Fundurinn verður með þjóðfundarsniði til að tryggja virka þátttöku allra fundarmanna. Fundur af þessu tagi hefur aldrei áður verið haldinn í tengslum við þessa mikilvægu þjónustu.

Þátttakendur á fundinum koma hvaðanæva af landinu og úr öllum greinum öryggis- og neyðarþjónustu, háir sem lágir. Þar verða lögreglumenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, starfsfólk heilbrigðisþjónustu, barnaverndar, 112, Landhelgisgæslunnar og starfsfólk og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum og Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Meginniðurstöður fundarins verða kynntar við dagskrá sem haldin verður í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð á 112-daginn, föstudaginn 11. febrúar, kl. 14. Innanríkisráðherra og velferðarráðherra munu taka þátt í kynningu niðurstaðna fundarins. Á dagskránni þann 11. febrúar eru auk þess útnefning skyndihjálparmanns Rauða krossins, veiting verðlauna fyrir þátttöku í Eldvarnagetrauninni 2010 og viðurkenning til handa neyðarverði 112 fyrir framúrskarandi frammistöðu í starfi á síðasta ári.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica