Málstofur um barnavernd

25 jan. 2011

Barnaverndarstofa stendur reglulega fyrir málstofum um barnavernd, í samvinnu við Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild HÍ og faghóp félagsráðgjafa í barnavernd. Á málstofunum er fjallað er um ólík efni er tengjast barnavernd og barnaverndarstarfi. Næsta málstofa verður haldin mánudaginn 31. janúar nk. og hefst kl. 12.15 í fundarsal Barnaverndarstofu. Efni málstofunnar verður „Framkvæmd vistunar barna utan heimilis
á árunum 1992-2010. Málsmeðferðarreglur“
þar sem Íris Erlingsdóttir, lögfræðingur fjallar um meistararitgerð sína í lögfræði en hún skoðaði úrskurði Barnaverndarráðs og dóma héraðsdóma og Hæstaréttar.

Mánudaginn 7. mars nk. mun Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi fjalla um meistararitgerð sína í félagsráðgjöf þar sem hún kannaði hvernig hagsmunir og sjónarmið barna koma fram í dómum í barnaverndarmálum á Íslandi.

Málstofurnar eru fyrst og fremst ætlaðar barnaverndarstarfsmönnum, samstarfsfólki þeirra og þeim sem áhuga hafa á barnaverndarstarfi.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica