Átak Evrópuráðsins gegn kynferðisofbeldi á börnum

20 des. 2010

Nýlega hleypti Evrópuráðið af stokkunum átakinu „Eitt af fimm“, sem vísar til þess að rannsóknir í ríkjum Evrópu benda til að allt að eitt af hverjum fimm börnum sæti kynferðislegri áreitni og ofbeldi á bernskuárum. Átakið var kynnt á ráðstefnu fulltrúa aðildarríkjana dagana 29. -30. nóvember í Róm en markmið þess er að auka samfélagsvitund um þennan vanda auk þess að hvetja aðildarríkin, sem nú eru 47 að tölu, til að fullgilda Samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðisofbeldi (CETS 201), sem tók gildi hinn 1. júlí sl.

Dóms- og mannréttindaráðherra, Ögmundur Jónasson, flutti ræðu á ráðstefnunni og fjallaði m.a. um Barnahúsið og þau straumhvörf sem því fylgdu hérlendis. Þá átti Ögmundur fund með Maud de Boer Buquicchio, aðstoðarframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, en við það tækifæri hrósaði hún því fordæmi sem Ísland hefur gefið með starfsemi Barnahúss. Mörg erindi voru flutt á ráðstefnunni, m.a. flutti Bragi Guðbrandsson að beiðni ráðsins erindið „Forvarnir og íhlutun vegna gruns um kynferðisobeldi gegn börnum á stofnunum“. Auk Ögmundar og Braga sótti Helga Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður dóms- og mannréttindamálaráðherra ráðstefnuna.

Í viðræðum ráðherra við frú Buquicchio kom fram að unnið er að undirbúningi fullgildingar á Evrópusamninginum og að því sé stefnt að leggja fram frumvarp sem miði að því á yfirstandandi þingi. Þá er til athugunar með hvaða hætti staðið verði að þátttöku Íslands í hinu alþjóðlega átaki til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi.

Átak Evrópuráðsins er liður í umfangsmiklum og fjölþættum aðgerðum ráðsins til að styrkja og efla réttindi barna á ólíkum sviðum samfélagsins -„Europe for and with Children“, sem hefur staðið yfir síðustu ár. Til fróðleiks má geta þess að þessum aðgerðum stýrir nú Regína Jensdóttir, lögfræðingur, sem starfað hefur lengi við góðan orðstýr hjá Evrópuráðinu.

Frekari upplýsingar um átak Evrópuráðsins má lesa hér

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica