Barnvænlegt réttarkerfi: nýjar reglur Evrópuráðsins

14 des. 2010

Hinn 17. nóvember sl. samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins Leiðbeinandi reglur um barnvænlegt réttarkerfi – Guidelines for Child-friendly Justice. Reglurnar marka viss þáttaskil því aldrei fyrr hafa réttindi barna gagnvart réttarvörslukerfi verið útfærð hvorki á alþjóðavettvangi eða í einstökum þjóðríkjum það best er vitað. Reglurnar taka mið af meginreglum Barnasamnings Sameinuðu þjóðanna og taka til allra barna sem eiga samskipti við réttarvörslukerfið, óháð því hvort þau hafa stöðu brotaþola, sakbornings eða vitnis.

Ákvörðun um samningu reglnanna var tekin á fundi dómsmálaráðherra aðildaríkjanna í Lanzarote árið 2007 en á þeim fundi var samningur Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðilegri misbeitingu og kynferðisofbeldi lagður fram til undirritunar.

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sat bæði í sérfræðinganefndinni sem samdi leiðbeinandi reglur ráðsins um “barnvænlegt réttarkerfi” svo og hinn bindndi samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðismisneytingu og kynferðisofbeldi. Áður hefur verið greint frá síðarefnda samningnum á vefsíðu stofunnar sjá frétt dags. 25. okt 2007.

Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á því að í hinum leiðbeinandi reglum um barnvænlegt réttarkerfi er hugmyndafræði Barnahúss fest enn frekar í sessi, t.d. með ákvæðum reglnanna er varðar skýrslutökur af börnum í umhverfi sem er hagfellt börnum og sú áhersla sem lögð er á samstarf stofnana barninu til hagsbóta. Þá er að finna sérstakt ákvæði sem felur í sér tilmæli til aðildarríkjanna um að koma á fót fyrirkomulagi við rannsókn og meðferð kynferðisbrota á börnum í samræmi við starfsemi Barnahúss (sjá kafla V. j. í reglunum).

Hinar leiðbeinandi reglur Evrópuráðsins um barnvænlegt réttarkerfi má lesa hér

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica