MPA ritgerð um þjónustusamninga sem stjórntæki við rekstur meðferðarheimila á vegum Barnaverndarstofu

12 nóv. 2010

Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og stjórnsýslufræðingur hefur kannað þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila á vegum Barnaverndarstofu. Könnunin var liður í meistaranámi höfundar við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Höfundur naut leiðsagnar Gunnars Helga Kristinssonar prófessors við Háskóla Íslands. Um er að ræða stofnanir sem áður voru reknar á vegum Unglingaheimilis ríkisins á grundvelli ríkisreksturs en einnig nýjar stofnanir. Í ritgerðinni er fjallað um þjónustusamninga sem stjórntæki í opinberum rekstri og innleiðingu þeirra hér á landi. Farið er yfir aðdraganda að endurskipulagningu meðferðarkerfis ríkisins, upphaf og lok þjónustusamninga, s.s. val á samningsaðila og staðarval auk þess er að finna yfirlit yfir meðferðarheimilin. Gerð er grein fyrir innihaldi þjónustusamninga, árangursmælingum og takmörkunum þeirra auk framkvæmd eftirlits með ákvæðum þjónustusamninga. Í ritgerðinni er einnig skoðuð hagkvæmni við einkarekstur á grundvelli þjónustusamninga umfram ríkisrekstur og velt upp spurningunni hvort um sé að ræða raunverulegan sparnað. Lítið hefur verið ritað um þjónustusamninga hér á landi fyrir utan stjórnsýsluna s.s. fjármálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. En frá árinu 1996 hefur verið unnið markvisst að því að fela einkaaðilum framkvæmd opinberrar þjónustu á grundvelli þjónustusamninga. Ritgerðina er hægt að nálgast á bókasafni Háskóla Íslands og Skemman.is

Útdráttur
Ritgerðin fjallar um þjónustusamninga sem stjórntæki við rekstur meðferðarheimila á vegum Barnaverndarstofu. Sjónum er beint að hvernig lög og reglugerðir um þjónustusamninga tryggja að stjórnvöld fari með raunverulegt vald til að fyrirbyggja umboðstap. Skoðað er hvaða tæki stjórnvöld hafa til að fylgjast með því að valddreifing og aukin ábyrgð skili sér í hagkvæmari rekstri og betri þjónustu. Um er að ræða eigindlega tilviksathugun. Byggist fræðilegur grunnur á hugmyndum um umboðskenningar og þau stjórntæki sem stjórnvöld beita til að ná fram ákveðnum stefnumálum við framkvæmd opinberrar þjónustu. Skoðaðir voru þjónustusamningar vegna reksturs tólf meðferðarheimila fyrir unglinga sem störfuðu á vegum Barnaverndarstofu á árunum 1995 til 2009. Barnaverndarstofa hefur verið fyrirmynd annarra ríkisstofnana við notkun þjónustusamninga við framkvæmd kjarnaþjónustu. Þrátt fyrir áherslu á aukna hagkvæmni hefur ekki átt sér stað lækkun raunkostnaðar. Þá hafa breytingar í rekstri heimilanna reynst kostnaðarsamar. Auk ítarlegra þjónustusamninga er notast við fjölda félagslegra og hagrænna gerða í formi reglugerða og verklagsreglna um hina ýmsu þætti sem búast má við að komi upp í meðferðarstarfi. Forsendur fyrir rekstur meðferðarheimila breytast yfir tíma þannig að erfitt er að finna eina rétta rekstrarformið. Á hverjum tíma þarf að meta hvaða stjórntæki eru viðeigandi til að tryggja hagkvæma og árangursríka þjónustu.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica