Vímuvarnir VIKU 43

2 nóv. 2010

Dagana 24. til 29. október sl. minntu aðstandendur Viku 43 á nauðsyn samstöðu og samstarfs allra við að uppræta markaðssetningu vímuefna. VIKA 43 er vettvangur félagasamtaka sem vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að markmiði starfs síns, til þess að vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum. Boðið var til opnunarhátíðar í Þjóðleikhúsinu og gestum boðið að sjá frumsýningu á HVAÐ EF skemmtifræðslu í KASSANUM/Þjóðleikhúsinu.

Markmið HVAÐ EF verkefnisins er að ná til allra nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla á landinu. Fyrirtæki og stofnanir kaupa sýningar og bjóða skólum að sækja þær en skólarnir sjá um að koma nemendum til og frá leikhúsi. Alls voru 84 sýningar á verkinu á árunum 2005-2007 fyrir 13000 unglinga og 2000 foreldra. Nú hafa verið sýndar níu sýningar á fimm dögum. Nánari upplýsinar um verkefnið er að finna á www.hvadef.com

Þá hélt VIKA 43 morgunverðarfund í samvinnu við Samstarfshópinn NÁUM ÁTTUM þar sem fjallað var um áhrif og skaðsemi kannabis. Fjallaði Brynhildur Jensdóttir ráðgjafi úr Foreldrahúsi um ranghugmyndir unglinga um kannabis, Rannveig Þórisdóttir deildarstjóri hjá lögreglunni fjallaði um þróun fíkniefnabrota á höfðuborgarsvæðinu er tengjast kannabisefnum. Að lokum fjallaði Andrés Magnússon, læknir á fíkniefnageðdeild LSH um afleiðingar kannabisneyslu.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica