Evrópuráðið – Íslenska fordæmið verði hvatning!

26 okt. 2010

Í viðtali við vikulega veftímaritið New Europe segir Maud de Boer- Buquicchio aðstoðarframkvæmdarstjóri Evrópuráðsins að sér þyki mikið til íslenska Barnahússins koma og lætur í ljós þá von að það verði aðildarríkjunum hvatning til dáða við að hrinda í framkvæmd barnvænlegu réttarkerfi. Viðtalið má lesa hér.

Evrópuráðið undirbýr nú herferð til að auka samfélagsvitund í aðildarríkjunum um vernd barna gegn kynferðisofbeldi. Markmiðið er að vekja almenning, ekki síst foreldra, til vitundar um þá hættu sem steðjar að börnum í þessum efnum og sífellt tekur á sig nýjar myndir. Með þessum aðgerðum hvetur Evrópuráðið jafnframt stjórnvöld hvers aðildarríkis til að fullgilda og hrinda í framkvæmd nýjum sáttmála Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misbeitingu og kynferðisofbeldi. Evrópusáttmálinn, CETS nr. 201, sem öðlaðist gildi hinn 1. júlí sl. á sér ekki hliðstæðu þar sem hann tekur heildstætt á öllum hliðum þessa vandamáls.

Ísland hefur enn ekki fullgilt sáttmálann en undirbúningur að því er á vegum dómsmálaráðuneytis. Sáttmálinn hefur m.a. að geyma þá hugmyndafræði sem íslenska Barnahúsið byggir á, þ.e. að rannsókn mála fari fram í barnvænlegu umhverfi og að ólíkar stofnanir sem vinni að úrlausn mála vinni saman til þess að sem best verði komið til móts við þarfir barnsins. Þá eru verið að leggja lokahönd á leiðbeiningar Evrópuráðsins um barnvænlegt réttarkerfi (Guidelines for Child-friendly Justice) en í þeim er sérstaklega mælt með fyrirkomulagi við skýrslutöku á börnum eins og tíðkast hérlendis í Barnahúsi. Forstjóri Barnaverndarstofu átti sæti í báðum sérfræðingahópunum sem sömdu Sáttmálann og Leiðbeiningar Evrópuráðsins.

Herferð Evrópuráðsins verður hrint af stað með ráðstefnu í Róm dagana 29.-30. nóvember. Hún verður sett af forseta Ítaliu og búist er við þátttöku ráðherra margra Evrópuríkja á fundinum. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu hefur þekkst boð um að flytja erindi á ráðstefnunni.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica