Fræðslufundur Náum áttum 15. september nk

8 sep. 2010

Samstarfshópurinn Náum áttum stendur reglulega fyrir opnum fundum um fræðslu-og forvarnarmál en aðilar að hópnum eru auk Barnaverndarstofu, Landlæknisembættið, Lýðheilsustöð, félag fagfólks í frítimaþjónustu FFF, Reykjavíkurborg, Vímulaus æska, Bindindissamtökin IOGT, Heimili og skóli, Umboðsmaður barna, FRÆ-fræðsla og forvarnir, Þjóðkirkjan, Barnaheill og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Næsti fræðslufundur verður miðvikudaginn 15. september nk. á Grand-hótel kl. 8:15 – 10:00

Að þessu sinni verður sjónum beint að eineltisáætlunum og hvað þurfi að koma til svo þær gangi upp. Framsöguerindi flytja þeir Guðjón Ólafsson, fræðslustjóri og Þorlákur H. Helgason, verkefnisstjóri OLWEUSAR verkefnisins á Íslandi. Nánari upplýsingar má sjá hér.

Einelti hefur fyrst og fremst slæm áhrif á sjálfstraust þess sem fyrir því verður. Það getur auk þess haft áhrif á námsárangur og valdið skólaleiða. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þolendur eineltis hafa fleiri kvíða- og þunglyndiseinkenni en þau börn sem ekki hafa orðið fyrir einelti (heimild: www.regnbogaborn.is). Hægt er að nálgast gagnlegar upplýsingar um einelti, s.s. ráð til foreldra og viðbrögð skóla á vefsíðu regnbogabarna www.regnbogaborn.is og vefsíðu OLWEUSAR verkefnisins www.olweus.is.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica