Fræðsla fyrir foreldra barna með ADHD

2 sep. 2010

ADHD samtökin voru stofnuð árið 1988 en þau eru til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, sem og fjölskyldum þeirra. Markmið samtakanna er að auka skilning samfélagsins á ADHD og stuðla að því að börn og fullorðnir með ADHD og skyldar raskanir fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og bættum lífsgæðum. Til að ná þessum markmiðum standa ADHD samtökin fyrir fræðslu og ráðgjöf, miðlun upplýsinga og stuðningi við börn og fullorðna með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur viðkomandi barna. Samtökin standa reglulega fyrir námskeiðum fyrir foreldra barna og unglinga með ADHD en upplýsingar um þau er að finna á vefsíðu samtakana www.adhd.is

Rannsóknir hafa sýnt að viðvarandi vandi er til staðar hjá umtalsverðum hluta barna með ADHD og þau eru líklegri til að þróa með sér áhættuhegðun en önnur börn. Umhverfisþættir hafa einnig áhrif og er efling foreldrahæfni ein mikilvægasta forvörnin.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica