Barnaverndarstofa opnar nýtt meðferðarheimili

26 ágú. 2010

Meðferðar- og skólaheimilið Lækjarbakki hefur starfsemi föstudaginn 27. ágúst 2010 á jörðinni Geldingalæk á Rangárvöllum. Um er að ræða ríkisrekið meðferðarheimili þar sem starfsmenn vinna á vöktum. Forstöðumaður heimilisins er Yngvi Karl Jónsson en hann hefur lokið BA námi í sálfræði og MA í ráðgjöf og hefur langa reynslu af meðferðarstarfi. Auk hans starfa á heimilinu tólf einstaklingar með fjölbreytta menntun og reynslu.

Meðferðin er einstaklingsbundin og miðar að þörfum unglinga sem eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða, s.s. afbrot, fíkniefnaneyslu, skólavanda og félagslegan vanda af ýmsu tagi. Stuðst er við aðferðir sem byggja á hugrænni atferlismeðferð auk þess sem áhersla er á þjálfun í félagsfærni, sjálfstjórn og félagsvænum viðhorfum þ.e. ART-þjálfun. Kennsla fer fram á heimilinu á vegum Grunnskólans á Hellu. Unnið er í nánu samstarfi við nærumhverfi unglings og tekur meðferðin á Lækjarbakka allt að sex mánuði, en þá tekur við eftirmeðferð, sem getur varað í allt að þrjá mánuði.

Nánari upplýsingar um meðferðar- og skólaheimilið Lækjarbakka má nálgast hér.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica