Tillögur vinnuhóps um fyrirkomulag við vistun ungra fanga

11 jún. 2010

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið birtir tillögur vinnuhóps um fyrirkomulag við vistun ungra fanga. Vinnuhópurinn, sem hóf störf í nóvember 2009, var skipaður þeim Skúla Þór Gunnsteinssyni, lögfræðingi í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, sem jafnframt var formaður, Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, og Erlu Kristínu Árnadóttur, lögfræðingi hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, sat fundi vinnuhópsins fyrir hönd Braga Guðbrandssonar. Hópurinn lauk störfum 31. maí 2010.

Leggur vinnuhópurinn til að sakhæf börn, sem dæmd hafa verið í óskilorðsbundna fangelsisrefsingu, afpláni fangelsisrefsingu á meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu. Þá verði rýmum á lokaðri deild í neyðarvistun Barnaverndarstofu fjölgað fyrir gæsluvarðhaldsfanga sem eru ekki í einangrun. Lagt er til að sérstök eining verði búin til á einu af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu sem myndi uppfylla skilyrði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Það er mat vinnuhópsins að ekki sé ákjósanlegt að setja á fót sérstakt unglingafangelsi eða útbúa sérstaka einingu innan fangelsa landsins, m.a. í ljósi þess hversu fá börn undir 18 ára aldri séu dæmd í óskilorðsbundið fangelsi hér á landi. Matið byggir á þáttum er varða hagsmuni fanga undir lögaldri og fjárhagslegum sjónarmiðum.

Skýrslu vinnuhópsins er að finna á vef dómsmála- og mannréttindaráðuneytis www.domsmalaraduneyti.is

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica