Tölum saman - ný barnabók sem hvetur til umræðu um heimilisofbeldi

7 jún. 2010

Barnabókin ILLI KALL er gefin út af Máli og menningu í samstarfi við Barnaverndarstofu. Bókinni er ætlað að opna umræðu um áhrif heimilisofbeldis á börn og hjálpa fullorðnum í nærumhverfi barna til að ræða viðfangsefni hennar við börn.

Bókin á erindi við alla, fullorðna, unglinga og börn sem komin eru með þroska til að meðtaka viðfangsefni hennar. Boðskapur sögunnar er tvíþættur: Það er hægt að leysa jafnvel illviðráðanlegustu vandamál og lykillinn að lausn slíkra vandamála er ævinlega að segja frá.

Fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi getur þessi vitneskja skipt sköpum.

ILLI KALL er íslensk útgáfa norsku verðlaunabókarinnar SINNA MANN eftir Gro Dahle og Svein Nyhus í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur.

Bókin ILLI KALL er um Boga sem býr með mömmu sinni og pabba.

Stundum liggur vel á pabba, þá hlær mamma og allt er gott. En stundum dregur pabbi dökku hlerana fyrir augun og harðlokar andlitinu. Þá vill Illi kall komast út og það er alveg sama hvað Bogi lofar að vera góður, Illi kall tekur völdin og allir sjá það nema pabbi. Á eftir er pabbi leiður og lofar að reiðast aldrei aftur. Boga finnst hann vera lokaður á bak við þúsund læstar dyr en á endanum finnur hann samt leiðina út – hann segir frá og pabbi fær hjálp.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica