Stuðningur við foreldra með þroskahömlun

31 maí 2010

Fjölskyldan er grundvallareining samfélagsins og gegna stjórnvöld mikilvægu hlutverki við að styðja fjölskyldur almennt og þó einkum foreldra. Foreldrahæfni skiptir miklu máli fyrir samfélagið og framtíð þess. Því ber að stuðla að bættri foreldrahæfni, styðja foreldra og tryggja að réttindi barna séu virt. Ýmsir þættir hafa áhrif á foreldrahæfni s.s. félagsleg staða, andlegt og líkamlegt heilsufar, streita og almenn líðan foreldra. Foreldrar með þroskahömlun eru sérstaklega viðkvæmur hópur og hafa erlendar rannsóknir sýnt að þeir eru í mikilli áhættu varðandi það að missa forsjá barna sinna sökum skertrar foreldrahæfni. Mikilvægt er að fagfólk sem sinnir stuðningi við börn og fjölskyldur vinni með það að leiðarljósi að þeir séu samherjar foreldra og aðstoði þá við að sinna foreldrahlutverkinu sem allra best.

Á málstofu um barnavernd sem haldin var 31. maí 2010 hjá Barnaverndarstofu í samstarfi við Rannsóknasetur í fötlunarfræðum fjallaði dr. Maurice Feldman um færnimiðað mat og íhlutun fyrir foreldra með þroskahömlun. Benti hann á að í mörgum löndum hafi mat á foreldrahæfni foreldra með þroskahömlun ekki þótt viðunandi. Lýsti hann aðferð varðandi mat og stuðning við þessar fjölskyldur sem hann hefur þróað og leitt hefur til aukinnar foreldrahæfni og að fleiri fjölskyldur hafa haldið saman.

Dr. Maurice Feldman er kanadískur prófessor sem er leiðandi í heiminum í dag á sviði rannsókna, þróunar og mats á foreldrafræðslu fyrir foreldra með þroskahömlun sjá nánar á slóðinni http://www.brocku.ca/disabilitystudies/faculty/maurice.php

Á málstofunni var vakin athygli á bókinni „Parents with Intellectual Disabilities – Past, Present and Futures“ sem kom út í apríl 2010. Ritstjórn bókarinnar var í höndum Gwynnyth Llewellyn, Rannveigar Traustadóttur, David McConnell og Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur. Upplýsingar um bókina má nálgast á www.wiley.com

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica