Ný heimasíða Stuðla

28 maí 2010

Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga hefur tekið í notkun nýja heimasíðu studlar.is en þar er að finna ýmislegt efni um starfsemina. Starfsemin á Stuðlum skiptist í tvennt: Meðferðardeild þar sem fram fer greining og meðferð og lokaða deild (neyðarvistun) þar sem fram fer gæsla og mat. Einkunnarorð Stuðla eru virðing - vöxtur - heiðarleiki og traust – frelsi og taka allar starfsaðferðir mið af þeim reglum og reglugerðum sem félags- og tryggingamálaráðuneyti og Barnaverndarstofa hafa sett um starfsemi meðferðarheimila. Vímuefnaeftirlit á Stuðlum er virkt og gerðar reglulegar leitir í vistarverum unglinga, húsnæði og við umhverfi Stuðla.

Samstarf er við Fjölkerfameðferð Barnaverndarstofu (MST) og er einnig unnið eftir hugmyndafræði Sáttamiðlunar (Restorative Justice). Þá hefur ART eða Aggression Replacement Training verið nýtt í meðferð á Stuðlum frá því 2007.

Þann 17. maí sl. var umfjöllun um Stuðla í Íslandi í dag á Stöð 2 þar sem farið var yfir starfsemina og tekið viðtal við nokkra starfsmenn. Hér má nálgast umfjöllunina sem birtist á Stöð 2.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica