Norrænu samtökin gegn illri meðferð á börnum: Barnahúsin eru framtíðin - nú orðin 31 á Norðurlöndum

25 maí 2010

Sjötta ráðstefna Norrænu samtakanna gegn illri meðferð á börnum nfbo.com var haldin í Kaupmannahöfn dagana 10.-12. maí. Vel á fimmta hundrað fagfólks sótti ráðstefnuna, þar af um 10 íslendingar sem flestir starfa við barnavernd. Ráðstefnurnar eru samráðsvettvangur ólíkra faghópa sem koma að barnavernd í víðri merkingu þess orðs, félagsráðgjafar, sálfræðingar, barnalæknar osvfrv. Formaður samtakanna er nú Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri í Skagafirði.

Ýmsir merkir fyrirlestrar voru haldnir á ráðstefnunni, m.a. Björn Hjálmarsson barnalæknir, sem fjallaði um siðferðileg álitamál um lyfjagjöf vegna frávikshegðunar barna. Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur og Ólöf Ásta Farestveit , forstöðumaður Barnahúss greindu frá vinnslu einstaks máls í Barnahúsi og í réttarvörslukerfinu og Bragi Guðbrandsson fjallaði um þróun barnahúsa í Evrópu jafnframt því að stýra umræðum um barnahús á Norðurlöndum á eftir panelumræðum.

Einn ráðstefnudagurinn var helgaður Barnahúsum en þar kom fram að fjöldi þeirra er nú orðinn 31 á Norðurlöndum, 22 í Svíþjóð, 7 í Noregi og eitt í Danmörku og Íslandi. Greint var m.a. frá skýrslu sérfræðingahóps í Danmörku sem nú er til umfjöllunar hjá stjónvöldum þar sem lagt er til að 8 til 12 barnahúsum verði komið á fót á næstu árum. Grænlenski félagsmálaráðherran greindi frá því að fyrsta barnahúsið muni verða opnað í Nuuk fyrir lok ársins en áætlað er að þremur verði bætt við í framhaldinu. Þá var upplýst að fyrsta barnahúsið í Finnlandi taki líklega til starfa fyrir árslok.

Þá ályktun má draga af því sem fram kom á ráðstefnunni að nú eigi sér stað hljóðlát bylting í vinnslu og meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum á Norðurlöndunum sem við Íslendingar eigum drjúgan þátt í enda íslenska Barnahúsið fyrirmynd þeirra norrænu.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica