Málþing Ís-Forsa 2010

14 maí 2010

Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf, Ís-Forsa, er hluti norrænna systursamtaka sem vinna að framgangi rannsókna og fagþróunar í félagsráðgjöf. Stjórn Ís-Forsa veitti í fyrsta sinn viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð á sviði velferðarmála á árlegu málþingi sínu sem haldið var 11. maí 2010, þar sem fjallað var um gæðavísa og matsaðferðir í velferðarþjónustu. Sérstök nefnd metur ritgerðir sem tilnefndar eru af háskólakennurum.

Þrír einstaklingar sem luku meistaraprófi á sviði velferðarmála árið 2009 með framúrskarandi árangri voru tilnefndir. Þeir voru Óskar Dýrmundur Ólafsson fyrir ritgerð sína, Akureyrarlíkanið. Aðferðir og áhrif stjórnunar á samþættingu í þjónustu Akureyrarbæjar, Steinunn K. Jónsdóttir fyrir ritgerð sína, Sérhannað húsnæði aldraðra: Stefnumótun og löggjöf á Íslandi 1983-2008 og Soffía Stefanía Egilsdóttir sem hlaut viðurkenningu Ís-Forsa, fyrir ritgerð sína, Samskipti aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum: Að dansa í takt.

Með veitingu viðurkenningarinnar vill stjórn Ís-Forsa stuðla að viðgangi framhaldsnáms á sviði velferðaþjónustu og að viðurkenning fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á meistarastigi geti orðið meistaranemum hvatning og stuðlað að vandaðri nýsköpun þekkingar.

Þeir sem vilja kynna sér nánar efni ritgerðanna er bent á að hægt er að skoða/lesa þær á www.skemman.is

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica