Nýtt MST teymi

12 maí 2010

Vegna aukinnar eftirspurnar barnaverndarnefnda eftir MST meðferð eða fjölkerfameðferð (e: Multisystemic Therapy) ákvað Barnaverndarstofa að bæta við öðru meðferðarteymi og tók það til starfa 29. mars sl. eftir hefðbundna viku grunnþjálfun. Frá nóvember 2008 hefur starfað eitt MST teymi með fjórum MST-þerapistum og teymisstjóra. Nú eru teymin sem sagt tvö með þremur þerpistum (sálfræðingar og félagsráðgjafi) auk teymisstjóra (sálfræðingar) í hvoru teymi eða alls átta starfsmönnum. MST meðferðin fer að mestu fram á heimili fjölskyldunnar og snýr að öllu nærumhverfi hennar, stórfjölskyldu og eftir atvikum fjölskylduvinum, félagahópi barns, skóla og tómstundum.

MST er í boði á suðvesturhorni landsins fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12–18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda svo að óbreyttu kæmi til vistunar barns utan heimilis vegna þess að önnur stuðningsúrræði samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga hafa ekki skilað árangri eða eru talin ófullnægjandi. Um er að ræða hegðunarvanda sem kemur m.a. fram í afskiptum lögreglu, afbrotum eða refsiverðri hegðun, skrópum í skóla eða verulegum skólaerfiðleikum, líkamlegu ofbeldi eða alvarlegum hótunum, vímuefnanotkun eða misnotkun áfengis. MST gerir þá kröfu að barnið búi heima og miðar að því að ekki þurfi að koma til vistunar utan heimilis. MST er rannsökuð og gagnreynd meðferð sem byggir á þekktum aðferðum eins og fjölskyldumeðferð, hugrænni atferlismeðferð og atferlismótun. Undanfarin ár hefur MST meðferð verið innleidd í 12 þjóðlöndum að Íslandi meðtöldu.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica