Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda 2008-2009

18 mar. 2010

Af samanburði á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir árin 2008-2009 má sjá að tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði milli áranna 2008 og 2009 úr 8.201 í 9.299. Fjölgunin milli ára er rúmlega 13%. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu er 17%, en 6% á landsbyggðinni.

Flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna eða 52,1% allra tilkynninga árið 2008, en 46,4% árið 2009. Alls voru 28,7% tilkynninga vegna vanrækslu á börnum árið 2008, en 34,7% árið 2009. Hlutfall tilkynninga um ofbeldi var 18,6% bæði árin og 0,4% tilkynninga var vegna þess að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu.

Í sískráningu barnaverndarnefnda var á árinu 2009 í fyrsta sinn spurt sérstaklega um áfengis-og fíkniefnaneyslu foreldra og heimilisofbeldi. Á árinu 2009 voru 806 tilkynningar þar sem tilkynnt var um vanrækslu og fram kom að foreldrar voru í áfengis-og/eða fíkniefnaneyslu. Það er tæplega 9% af heildarfjölda tilkynninga. Í tilkynningum um ofbeldi kom fram að í 281 tilviki var um heimilisofbeldi að ræða, eða 3% af heildarfjölda tilkynninga til nefndanna. Flestar tilkynningar voru frá lögreglu, en hlutfall þeirra var 55,1% árið 2008, en lækkaði í 49,7 árið 2009.

Tilkynnt var um 6.900 börn árið 2008, en sambærileg tala fyrir árið 2009 var 7.682. Tilkynnt var því um rúmlega 11% fleiri börn árið 2009 en 2008.

Umsóknum um meðferðarheimili hefur fjölgað milli ára. Umsóknir voru 132 árið 2008 en fjölgaði í 166 árið 2009. Flestar umsóknir voru frá Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur eða 76,5% umsókna, en 23,5% umsókna voru frá nefndum á landsbyggðinni. Fleiri umsóknir bárust fyrir drengi en stúlkur og var meðalaldur barna sem sótt var um meðferð fyrir 15,4 ár árið 2009. Hér má nálgast skýrsluna í heild.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica