Úrræði fyrir börn og unglinga í Reykjanesbæ

9 mar. 2010

Barnavernd Reykjanesbæjar hefur farið af stað með þróunarverkefnið "Baklandið" sem er að danskri fyrirmynd og snýst um að aðstoða börn eftir skóla, við heimanám, samskipti og athafnir daglegs lífs. Starfsemin hófst í febrúar 2010 og er markhópurinn börn og unglingar á aldrinum tíu til fimmtán ára sem búa við erfiðar heimilisaðstæður. Um er að ræða þjónustu tvisvar í viku eftir skóla fyrir 4-5 börn í senn. Nokkur sveitarfélög eru með unglingaathvörf, unglingasmiðjur og stuðning af ýmsu tagi við börn sem búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það var vísir að slíku í Reykjanesbæ en fyrirkomulag Baklandsins er með öðrum hætti og nýjung hér á landi að mati aðstandenda verkefnisins (Morgunblaðið, 28. febrúar 2010).

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica