Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda

3 feb. 2010

Þegar fyrstu níu mánuðir áranna 2008 og 2009 eru bornir saman kemur í ljós að tilkynningum hefur fjölgað úr 5.940 í 6.906. Fjölgunin milli ára er rúmlega 16%. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu er rúmlega 22% en rúmlega 4% á landsbyggðinni.

Fyrstu níu mánuði ársins 2009 eru flestar tilkynningar vegna áhættuhegðunar barna eða 46,4% allra tilkynninga. Alls eru 35,1% tilkynninga vegna vanrækslu á börnum, 18.1% vegna ofbeldis gegn börnum og 0,4% vegna þess að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu. Í sískráningu barnaverndarnefnda var á árinu 2009 í fyrsta sinn spurt sérstaklega um áfengis-og fíkniefnaneyslu foreldra og heimilisofbeldi. Fyrstu níu mánuði ársins 2009 eru 606 tilkynningar þar sem tilkynnt er um vanrækslu og fram kemur að foreldrar eru í áfengis-og eða fíkniefnaneyslu. Það er tæplega 9% af heildarfjölda tilkynninga. Í tilkynningum um ofbeldi kemur fram að í 194 tilvikum er um heimilisofbeldi að ræða, eða tæplega 3% af heildarfjölda tilkynninga til nefndanna.

Tilkynnt er um 5.704 börn á fyrstu níu mánuðum ársins 2009 en sambærileg tala fyrir árið 2008 var 5.032 . Tilkynnt hefur því verið um rúmlega 13% fleiri börn á fyrstu níu mánuðum ársins 2009 en 2008.

Umsóknum um meðferðarheimili hefur fjölgað á þessu tímabili. Umsóknir voru 115 á fyrstu níu mánuðum ársins 2009 en fyrstu níu mánuði ársins 2008 voru þær 101.
Flestar umsóknir voru frá Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur eða76,5% umsókna, en 23,5% umsókna voru frá nefndum á landsbyggðinni. Umsóknum um meðferð hefur fækkað frá nefndum á landsbyggðinni, en fjölgað frá Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur miðað við fyrstu 9 mánuði ársins 2008. Umsóknir fyrstu níu mánuði ársins 2009 eru einni fleiri fyrir drengi en fyrir stúlkur og meðalaldur barnanna sem sótt var um meðferð fyrir er rúmlega 15 ár.

Hér má sjá sundurliðun á þessum samanburði og upplýsingar varðandi umsóknir um þjónustu á vegum Barnaverndarstofu fyrir sama tímabil.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica