Nýjar kannanir á heimilisofbeldi

23 okt. 2009

Þann 15. október sl. kynnti félags- og tryggingamálaráðuneytið niðurstöður tveggja nýrra kannana sem gerðar hafa verið í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda til að sporna við ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur til áranna 2006–2011. Einn liður í henni er framkvæmd viðamikillar rannsóknar á ofbeldi karla gegn konum og ber félags- og tryggingamálaráðuneytið ábyrgð á þessum þætti.

Rannsóknin skiptist í fimm hluta og lauk fyrsta hluta hennar síðastliðið vor. Í henni var rætt við konur á aldrinum 18–80 ára og leiddu niðurstöður meðal annars í ljós að um 22% kvenna hafa einhvern tíma á ævinni verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka. Niðurstöðurnar bentu einnig til þess að um fjórðungur barna þar sem ofbeldi á sér stað í nánum samböndum hafi vitneskju um eða hafi orðið vitni að ofbeldi gegn móður.

Þeir hlutar rannsóknarinnar sem kynntir voru lúta annars vegar að félagsþjónustu og barnavernd og hins vegar að grunnskólunum. Fram kom að þörf er á aukinni þekkingu og fræðslu um heimilisofbeldi bæði til starfsmanna sem sinna ráðgjöf hjá félagsþjónustu og barnavernd auk samstarfsaðila s.s. starfsmanna leikskóla og lögreglu. Þá kom fram að sérþekkingu á sviði persónulegrar ráðgjafar skorti innan skóla og að tryggja þurfi þjónustu við nemendur þegar kemur að persónulegri ráðgjöf. Helstu niðurstöður og skýrslurnar í heild er að finna á heimasíðu ráðuneytisins.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica