Starfsdagur barnaverndarstarfsmanna

24 sep. 2009

Árið 2008 efndu barnaverndarstarfsmenn til starfsdags sem haldin var í Reykjanesbæ að frumkvæði barnaverndarstarfsmanna þar í bæ. Um var að ræða fyrsta starfsdaginn sem boðaður var fyrir alla barnaverndarstarfsmenn á landinu. Barnaverndarstofa hefur undanfarin ár boðað til starfsdags með yfirmönnum barnaverndarstarfs á vegum sveitarfélaga sem hefur gefist afar vel og er ætlaður til að ræða það sem er efst á baugi í málaflokknum hverju sinni. Starfsdagur barnaverndarstarfsmanna snýr einkum að daglegum störfum og þróun á því sviði.

Að þessu sinni mun fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd standa fyrir starfsdegi ætluðum öllum barnaverndarstarfsmönnum á landinu. Fjallað verður um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum og samvinnu við lögreglu varðandi vinnslu þessara mála. Markmið starfsdagsins er að koma upp verklagsreglum sem geti stuðlað að markvissari vinnubrögðum og faglegri nálgun í málum þar sem grunur er um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum.

Starfsdagurinn verður haldinn hjá Barnavernd Reykjavíkur í Borgartúni 10-12 þann 16. október nk. frá kl. 9.00-15.00. Sjá meðfylgjandi dagskrá.

Barnaverndarstarfsmenn eru hvattir til að mæta en skráning fer fram fyrir 9. október á netfangið maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica