Börn eiga rétt á vernd og umönnun á ferð um landið sem og í heimabyggð

27 júl. 2009

Sumarið er tíminn þar sem flestir njóta þess að taka frí frá vinnu og hversdagsleika en ferðalög, ættarmót, heimsóknir og grill taka við. Ferðinni er gjarna heitið í sveitina til að njóta náttúrunnar og slaka á með fjölskyldunni og kappkosta tjaldstæði víða um land að þjónusta ferðamenn sem best.

Vert er að minna á það að börn eru á ábyrgð foreldra sinna og ung börn ekki fær um að sjá um sig sjálf á tjaldstæði fremur en annars staðar. Þá gilda reglur um útivist barna á tjaldstæðum sem og annars staðar. Af og til koma því miður upp tilvik þar sem ung börn eru ein á ferð og árvökulir tjaldgestir lenda í erfiðleikum með að hafa uppi á foreldrum. Í sumum tilvikum reynast foreldrar ófærir um að annast börn sín sökum ölvunarástands.

Í þeim tilvikum þar sem foreldrar vanrækja umsjá og eftirlit barna sinna á að hafa samband við 1-1-2 þar eru neyðarverðir sem taka við tilkynningum í umboði barnaverndarnefnda. Neyðarverðir 1-1-2 geta kallað út starfsmann barnaverndarnefndar í viðkomandi sveitarfélagi sem gerir viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi barnsins. Hringdu – þótt þú sért í vafa!

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica