Minnum á ráðstefnu Blátt áfram dagana 19-20 maí 2009

15 maí 2009

Ráðstefna Blátt áfram um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börum verður haldin í Háskólanum í Reykjavík dagana 19-20 maí 2009. Markmið ráðstefnunnar er að skoða þær leiðir sem færar eru til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Meðal fyrirlesara eru David Burton sem fjallar um rannsóknir og samanburð á meðferðarúrræðum fyrir unga gerendur. Hann mun einnig kynna helstu meðferðarúrræði fyrir þolendur ofbeldis. Þá mun Linn Getz vera með erindi um áföll í æsku en rannsóknir gefa til kynna að rekja megi orsakir sjúkdóma á fullorðinsárum og ótímabærs dauða til áfalla í æsku. Britt Fredenman mun kynna verkefni sem ætlað er að hjálpa unglingstúlkum sem misnota vímuefni, margar stúlknanna hafa orðið fyrir ofbeldi og tengir hún misnotkun vímuefna til þess. Einnig verður kynning á nokkrum úrræðum og verkefnum á þessu sviði hér á landi, þ.e. Barnahúsi, fræðsluefni á vegum Þroskahjálpar, SAFT, Stígamótum, Sólstöfum Vestfjarða og Blátt áfram.

Fyrirlestrar verða á ensku og íslensku, sjá dagskrá.

Skráning er á www.blattafram.is

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica