Norræn barnaverndarráðstefna dagana 9. - 11. september 2009

31 mar. 2009

Norræn barnaverndarráðstefna verður haldin í Bergen, Noregi dagana 9. - 11. september 2009. Ráðstefnan var síðast haldin í Kaupmannahöfn 2006 og þar á undan hér á landi árið 2003. Þessar ráðstefnur gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast nýjum stefnum og straumum í barnaverndarstarfinu og jafnframt að hitta barnaverndarstarfsmenn frá hinum Norðurlöndunum. Upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna hér.

Þema ráðstefnunnar er "Omsorg på barnets premisser - Barns rettigheter og utviklingsmuligheter i nye kontekster" eða "Umsjá á forsendum barnsins - Réttindi barns og þroskaskilyrði í nýjum aðstæðum"

Fyrirlestrar verða m.a. um réttindi barna, börn í áhættu og áhrif ofbeldis og vanrækslu á fullorðinsár. Þá verða fjölmargar málstofur þ.á.m. sex frá Íslandi.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica