Barnaverndarstofa fundar með öllum barnaverndarnefndum

26 mar. 2009

Félags- og tryggingamálaráðherra hafa borist ábendingar um hættu á vaxandi álagi á barnaverndarnefndir og barnavarndarstarfsmenn í kjölfar efnahagsvanda þjóðarinnar. Af því tilefni ákvað ráðherra í samráði við forstjóra Barnaverndarstofu, sem hefur bæði eftirlits- og ráðgefandi hlutverk gagnvart barnaverndarnefndum, að fela Barnaverndarstofu að funda með hverri og einni barnaverndarnefnd í landinu.

Barnaverndarstofa hefur nú þegar fundað með þremur barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu og hafa fundirnir tekist einstaklega vel. Á fundunum hefur verið farið yfir þau verkefni sem við nefndunum blasa bæði sem stendur og á næstu misserum. Þá er farið yfir fjölda mála og alvarleika þeirra og lagt mat á hvort og hvernig barnaverndarnefndum og starfsfólki þeirra sé gert kleift að takast á við barnaverndarmál m.a. með tilliti til fjárveitinga, starfsmannafjölda og tiltækra úrræða.

Þegar eru áætlaðir fundir með nefndum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi en á næstu dögum verður haft samband við barnaverndarnefndir um allt land til að skipuleggja fundi í apríl og maí.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica