Velferð barna og vægi foreldra

18 mar. 2009

Siðfræðistofnun efnir til ráðstefnu um velferð barna og vægi foreldra föstudaginn 20. mars kl. 13 á Hótel Sögu, Harvard II. Ráðstefnan er hluti af verkefni Siðfræðistofnunar, Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi, sem styrkt var af Kristnihátíðarsjóði. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og Forlagið í tilefni af útkomu bókar Sæunnar Kjartansdóttur, Árin sem enginn man, sem fjallar um umönnun barna fyrstu æviárin.

Dagskrá

13:00-13:15 Ávarp: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra

13:15-13:30 Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍ - ,,Gildismat og velferð barn"

13:30-15:00 Málstofa um umönnun barna fyrstu æviárin
Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir - ,,Við vissum það ekki þá en við vitum það núna: Um áhrif fyrstu áranna á börn og fullorðna"
Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ - ,,Tíminn og barnið. Um rótarask og foreldraást"
Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu - ,,Af misjöfnu þrífast börnin...?"
Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ - ,,Næring barna"

15:00-15:30 Kaffihlé

15:30-17:00 Málstofa um gildismat í uppeldi barna
Baldur Kristjánsson, dósent í uppeldis- og þroskasálfræði við Menntavísindasvið HÍ - ,,Kreppan í ljósi uppeldishátta og aðbúnaðar barna og fjölskyldna þeirra"
Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur - ,,Jákvæð gildi og farsælt líf"
Hrund Þórarinsdóttir, djákni og stundakennari, og Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ - ,,Sýn foreldra á uppeldishlutverk sitt"
Sr. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu - ,,Andlegt líf barna"

17:00-17:30 - Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica