FJÖLSKYLDAN Í FYRIRRÚMI - fræðslufundur í Foreldrahúsi

18 feb. 2009

Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska/Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda.  Þar verður foreldrum/ forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.

Nú þegar fjölskyldur standa frammi fyrir miklum breytingum í lífi og starfi þarf sérstakalega að huga að líðan og velferð barnanna. Þegar vanda ber að höndum er m.a. mikilvægt að þekkja úrræði sem fjölskyldan getur leitað til sér til halds og trausts.

Fyrsti fræðslufundurinn verður haldinn miðvikudaginn 18. febrúar nk. kl. 16.30 – 18.00 í Foreldrahúsi, Borgartúni 6 í Reykjavík.

DAGSKRÁ
1. Fræðsla um áhættuhegðun unglinga (hegðunar og/eða áfengis og vímuefnavandi), samskipti á heimili (reglur, mörk, agi) vanlíðan barna (s.s. þunglyndi, kvíði.
2. Ráðgjöf um möguleg úrræði sem eru í boði (í Foreldrahúsi og/eða önnur úrræði).
3. Umræður - fyrirspurnum svarað undir leiðsögn sálfræðings

Leiðbeinandi: Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur
Engin aðgangseyrir

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica