MÁLÞING UM RAFRÆNT EINELTI

5 feb. 2009

Í tilefni að alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 – 16.15.
Á málþinginu, sem heilbrigðisráðherra setur, verður m.a. fjallað um tegundir og birtingaform rafræns eineltis, nýja rannsókn á rafrænu einelti, tæknilegt umhverfi rafræns eineltis og eftirlit foreldra, afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti og sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis. Fundarstjóri verður Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins á Íslandi. Þátttökugjald á málþing er ekkert en gestir eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku á saft@saft.is. Boðið verður upp á veitingar. Sérstök athygli er vakin á því að málþingið verður einnig sent út á vefnum, vefslóð fyrir netútsendingu er http://sjonvarp.khi.is/. Nánari upplýsingar á heimasíðu SAFT, www.saft.is.
SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum, hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á alþjóðlega netöryggisdaginn. Í ár standa SAFT, Heimili og skóli, Síminn, Microsoft Íslandi, menntamálaráðuneytið og Lýðheilsustöð, sameiginlega að málþingi um rafrænt einelti þennan dag.

Dagskrá málþingsins er hér en nánari upplýsingar veitir Guðberg K. Jónsson Verkefnastjóri SAFT í S. 6985575 og gudberg@saft.is

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica