Greining og uppeldisráðgjöf heim

27 jan. 2009

Haustið 2008 fór af stað nýtt úrræði fyrir Barnavernd Reykjavíkur sem kemur til viðbótar úrræðinu „Stuðningurinn heim“ þ.e. uppeldisráðgjöf heima hjá fjölskyldum. Nýja úrræðið „Greining og uppeldisráðgjöf heim“ er einungis fyrir Barnavernd Reykjavíkur og fer fram greining á uppeldisvanda fjölskyldunnar auk stuðnings. Úrræðið er ætlað fyrir fjölskyldur barna 0-12 ára og er hluti af Vistheimili barna. Starfsmenn sinna „Greiningu og uppeldisráðgjöf heim“ í 30 % starfi og Vistheimili barna í 70%.

Undirbúningshópur skipaður af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar vann að undirbúningi úrræðis frá árinu 2006. Hannað var sérstakt efni sem að mestu byggir á Uppeldisbókinni eftir Edward R. Christophersen Ph.D og Susan L. Mortweet Ph.D. Einnig eru notaðar aðferðir sem hafa verið notaðar í greiningar og kennsluvistun á Vistheimili barna. Auk þess kynnti forstöðumaður Vistheimilis barna sér svipað úrræði í Bergen í Noregi. Inga Stefánsdóttir sálfræðingur leiðbeindi starfsfólki við hönnun efnis og er handleiðari á Laugarásvegi. Hugmyndafræðin að baki úrræðinu er að draga úr vistunum barna utan heimilis.

Ennþá er ekki komin full reynsla á úrræðið en eftirspurn er mikil og þegar kominn biðlisti. Gert er ráð fyrir tveggja ára reynslutíma og verður framkvæmd og árangur metin á tímabilinu. Hér má sjá nánari upplýsingar um framkvæmd.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica