Breytingar á starfsmannahaldi Barnaverndarstofu

21 jan. 2009

Nú um áramótin lét Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur af störfum hjá Barnaverndarstofu, en hún hefur verið skipaður lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Barnaverndarstofa hefur ráðið Heiðu Björg Pálmadóttur, lögfræðing í hennar stað.

Hrefna hóf störf hjá Barnaverndarstofu 1. september 1996 og hafði því starfað hjá stofunni í rúm tólf ár. Það er síst orðum aukið að Hrefna hafi sett mark sitt á þróun Barnaverndarstofu og barnaverndarstarf á Íslandi undanfarin ár. Samstarfsmenn hennar og samstarfsaðilar munu sakna hennar í starfi, en vonast til að hún hverfi ekki alveg af vettvangi barnaverndar og hlakka til áframhaldandi samstarfs við hana.

Heiða Björg Pálmadóttir lauk embættisprófi í lögfræði 2004 og hlaut leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður í mars 2008. Hún hefur góða reynslu af störfum í stjórnsýslu, en hún starfaði í tvö ár sem lögfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins og síðan sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis. Hún hefur einnig setið í barnaverndarnefnd Reykjavíkur frá því vorið 2006 og hefur því staðgóða þekkingu á barnaverndarmálum. Barnaverndarstofa væntir góðs af störfum hennar í framtíðinni.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica