Forvarnir gegn ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum

29 des. 2008

Fjölskyldan er grundvallarstofnun þjóðfélagsins og er einkalíf og sjálfdæmi fjölskyldunnar virt í öllum þjóðfélögum. Börn eiga einnig sjálfstæðan rétt sem hefur verið lögfestur, sá réttur endar ekki við þröskuld heimilisins og á sama hátt þarf skylda hins opinbera til að vernda börn að ná inn fyrir þröskuldinn. Líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum innan fjölskyldu leiðir oftast ekki til dauða en það er oft notað til að aga börn. Líkamlegu ofbeldi fylgir oft andlegt ofbeldi. Flest ríki heims hafa skuldbundið sig til að vernda börn, en í viðtölum við börn og niðurstöðum rannsókna kemur fram að þessar skuldbindingar eru langt frá því að vera uppfylltar. Nú er þekking á hvaða áhrif hvers konar ofbeldi hefur á börn og þarf að beita forvörnum og vernd eins og þau eiga rétt á.

Þær rannsóknir á heimilisofbeldi sem gerðar hafa verið hér á landi staðfesta tilvist heimilisofbeldis. Afleiðingar heimilisofbeldis eru t.d. ótti, kvíði og minnkað sjálfstraust kvenna. Í rannsókn Freydísar J. Freysteinsdóttur (2006) á barnaverndartilkynningum er varða ofbeldi milli foreldra kom í ljós að börnin upplifðu ýmsan vanda s.s. námsörðugleika, kvíða, athyglisbrest og hegðunarvandkvæði.

Heimilisofbeldi hefur verið skoðað talsvert erlendis og vita börn oft meira um ofbeldi á heimili en foreldrar gera sér grein fyrir. Þá eru þau sjálf í hættu að verða fyrir meiðslum hvort sem ofbeldinu er beint að þeim eða tilviljun ræður því að þau verði fyrir því, t.d. þegar þau reyna að koma í veg fyrir ofbeldið. Niðurstöður rannsóknar Guðrúnar Kristinsdóttur og Ingibjargar H. Harðardóttur (2008) benda til þess að íslensk börn þekkja hugtakið heimilisofbeldi nokkuð vel og betur en jafnaldrar í breskri könnun.

Í barnaverndarkerfinu er lögð áhersla á meðferð fyrir fjölskyldur en hún hefur oft takmarkast við vandamál foreldra. Miklar vonir eru bundnar við það að fyrirbyggja vanrækslu og ofbeldi og að miða íhlutun að þjálfun í foreldrafærni og stjórna streitu. Þetta felur í sér að þjálfa jákvæðar uppeldisaðferðir foreldra. Einnig er þörf á því að auka þekkingu grunnskólakennara, leikskólakennara og annarra uppeldisstétta á réttindum barna, valdbeitingu og kynferðislegu ofbeldi auk samtalstækni. Þessir aðilar eru með börnin allan dagin yfir ákveðið tímabil og hafa því möguleika á að fylgjast með því hvernig börnin þrífast og taka eftir merkjum um ofbeldi og vanrækslu.

Aukin umræða um ofbeldi gagnvart börnum hefur vakið athygli yfirvalda sem hafa brugðist við með ýmsu móti. Hér á landi hafa verið gerðar verklagsreglur um tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks til barnaverndarnefnda og um tilkynningaskyldu starfsmanna leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica