Áhrif efnahagsþrenginga á barnavernd í Finnlandi

23 des. 2008

Þrátt fyrir einstaklega hagstætt efnahagsástand og frábæran námsárangur finnskra grunnskólanema jókst fjöldi barna sem voru vistuð utan heimilis um 75% á 15 ára tímabili. Finninn Heikki Hiilamo skoðaði hvaða áhættuþættir liggja þarna að baki og viðrar mögulegar skýringar. Notuð var aðhvarfsgreining til að skoða hlutfall barna sem vistuð voru utan heimilis og mögulega áhættuþætti í nærumhverfi, s.s. heimilisaðstæður, atvinnustaða foreldra, heilsufar, áfengis- og vímuefnaneysla foreldra og heimilisofbeldi. Menntunarstig, fjöldi félagsráðgjafa og búferlaflutningar voru bakgrunns þættir.

Helstu niðurstöður eru þær að vistanir barna utan heimilis í Finnlandi tengjast mest langvarandi efnahagskreppu. Hinsvegar benda niðurstöðurnar til þess að þessi aukning á vistunum utan heimilis tengist helst misnotkun á áfengi og vímuefnum.

Hiilamo dregur þá ályktun að sagan um árangur Finna sem leiðandi aðila í heiminum hvað varðar málefni barna eigi sér dökkar hliðar. Telur hann að breytingar á velferðarkerfinu í Finnlandi hafi sett þau börn sem standa höllum fæti í samfélaginu í enn lakari stöðu.

Hér má nálgast greinina sem er á ensku.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica