Innleiðing á MST

19 mar. 2008

Í febrúar sl. skrifaði Barnaverndarstofa undir samning við MST Services í Suður-Karolínu (BNA) um innleiðingu á MST (multisystemic therapy), fjölkerfameðferð, á Íslandi. Samningurinn felur m.a. í sér aðstoð við innleiðingu, þjálfun og símenntun starfsmanna. Samningurinn tekur einnig til vikulegs eftirlits með framkvæmd meðferðarinnar sem er mjög kerfisbundin, gerir kröfu um skýr markmið og ákveðna aðferðarfræði í framsetningu og mati.
MST er gagnreynd aðferð (evidence based) og sýnt hefur verið fram á virkni hennar með fjölmörgum samaburðarrannsóknum í meðferð afbrotahegðunar, vímuefnaneyslu og tilfinningalegra erfiðleika unglinga á aldrinum 12-18 ára (http://www.mstservices.com). Til að tryggja að aðferðinni sé rétt beitt er vikuleg handleiðsla auk umrædds eftirlits MST sérfræðings mikilvægur þáttur í framkvæmdinni.

Þann 1. mars sl. hóf Halldór Hauksson sálfræðingur störf hjá Barnaverndarstofu við innleiðingu MST. Horft hefur verið til framkvæmdar MST í Noregi og Danmörku þar sem aðferðinni hefur verið beitt um árabil. Stefnt er að því að auglýsa eftir starfsmönnum á næstu vikum og að tvö teymi hefji störf næsta haust (hvort teymi með þremur þerapistum og einum teymisstjóra/handleiðara). Teymin verða staðsett á suðvesturhorninu og mun þjónustusvæðið væntanlega ná út fyrir Reykjavík og nágrenni. Leitast verður við að þróa í framhaldi sambærilega þjónustu fyrir dreifðari byggðir.

Fjölkerfameðferð er 3-5 mánaða meðferð fjölskyldna unglinga og miðar að því að barn geti búið heima, stundi skóla eða vinnu, hætti vímuefnaneyslu og afbrotum og beiti ekki ofbeldi. Lögð er megináhersla á að efla foreldrahæfni og tengslanet fjölskyldunnar, styrkleika í tengslum við skóla og aðra aðila í nærumhverfinu, sem og jákvæðan félagsskap barnsins. Myndað er teymi þriggja til fjögurra þerapista og teymisstjóra. Fjölskyldan hefur aðgengi að þerapistum allan sólarhringinn í síma og þerapisti hittir foreldra (og eftir aðstæðum barn) á heimili þeirra eftir samkomulagi. Teymisstjóri veitir þerapistum amk vikulega handleiðslu og metur framgang meðferðinnar, metur hæfni foreldra og barns í byrjun til að nýta sér meðferðina og er ásamt þerapistunum í tengslum við samstarfsaðila eins og skóla. Hver þerapisti ætti að geta sinnt 8-12 fjölskyldum á ári.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica