Barnahús í Svíþjóð

17 mar. 2008

Skýrsla um starfsemi Barnahúss í Svíþjóð kom út í byrjun mars. Í skýrslunni sem gefin er út af Rikspolisstyrelsen, Rättsmedicinalverket, Socialstyrelsen og Åklagarmyndigheten, er farið yfir starfsemi hússins fyrir árin 2006 og 2007. Barnahús á Íslandi er sú fyrirmynd sem Barnahúsin í Svíþjóð starfa eftir en nú eru þar starfrækt 6 Barnahús en 5 önnur eru í bígerð með haustinu og áforma Svíar að halda áfram að opna slík hús á landsvísu. Í Svíþjóð eru teknar skýrslur af börnum undir 18 ára þar sem grunur leikur á líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi. Í skýrslunni kemur fram almenn ánægja meðal samstarfsaðila í Barnahúsunum og er talað um að þetta sé mikil lyftistöng í þjónustu við börn, sérstaklega með tilliti til hagsmuna barnanna. Einnig kemur fram að réttarstaða barna sem farið hafa í Barnahús í Svíþjóð hefur styrkst til muna. Fleiri börn fara nú í skýrslutökur þar í landi en áður, fleiri læknisskoðanir eru gerðar og nú er mun algengara að börn fái réttargæslumann en áður.

Hér má sjá skýrsluna

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica