Umsagnir Barnaverndarstofu um frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

11 feb. 2008

Barnaverndarstofa hefur sent menntamálanefnd Alþingis umsagnir sínar um frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Barnaverndarstofa fagnar þessum frumvörpum um skólastarf og telur þau að mörgu leyti gefa nýja og sterka heildarmynd af réttindum og skyldum barna og samfélagsins í skólamálum. Barnaverndarstofa fagnar sérstaklega ákvæði frumvarpsins til leikskólalaga þar sem vikið er að tilkynningarskyldunni til barnaverndarnefndar og hvetur eindregið til þess að samskonar ákvæði verði að finna í lögum um grunnskóla og um framhaldsskóla. Þá mælir Barnaverndarstofa eindregið með því að í öllum frumvörpunum verði leitast við að gera nánari grein fyrir réttarstöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns en búa ekki saman þegar taka þarf ákvarðanir um barn í skóla.

Barnaverndarstofa lagði ríka áherslu á skólamál fósturbarna í umsögn sinni um frumvarp til laga um grunnskóla. Stofan telur frumvarpið í raun ekki breyta neinu um stöðu fósturbarna að þessu leyti að gildandi lögum en telur hins vegar nauðsynlegt að grunnskólalögin taki á þessu með skýrum og afgerandi hætti. Barnaverndarstofa leggur mikla áherslu á alla þá faglegu vinnu sem farið hefur í mál áður en til þess kemur að barni er ráðstafað í fóstur á grundvelli ákvæða barnaverndarlaga. Stofan telur að þegar teknar eru slíkar ákvarðanir þá eigi að tryggja börnum umyrðalaust sömu þjónustu og önnur börn njóta í því sveitarfélagi sem þau flytjast til. Barnaverndarstofa benti einnig á nauðsyn þess að lögin fjalli um rétt barna til skólagöngu meðan þau dveljast á meðferðarheimilum sem rekin eru á grundvelli barnaverndarlaga. Sama athugasemd var gerð við frumvarp til laga um framhaldsskóla.

Helsta athugasemd Barnaverndarstofu við frumvarp til laga um framhaldsskóla snýr annars að kröfum til starfsmanna. Barnaverndarstofa mælir eindregið með því að tekið verði upp samskonar ákvæði og er að finna í frumvörpunum til laga um leikskóla og um grunnskóla, þ.e. að óheimilt sé að ráða til starfa við framhaldsskóla einstakling sem hlotið hafi refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. almennra hegningarlaga (um kynferðisbrot).

Hér má sjá umsögn um frumvarp til laga um leikskóla
Hér má sjá umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla
Hér má sjá umsögn um frumvarp til laga um framhaldsskóla

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica