Umsögn Barnaverndarstofu um frumvarp til laga um meðferð sakamála

11 feb. 2008

Þann 25. janúar sendi Barnaverndarstofa allsherjarnefnd Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um meðferð sakamála. Barnaverndarstofa lagði sérstaka áherslu á að gerðar yrðu breytingar á ákvæði 59. gr. frumvarpsins um skyldu lögreglu til að leita atbeina dómara ef taka á skýrslu af brotaþola vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni og benti á ýmsa annmarka í framkvæmd gildandi laga . Barnaverndarstofu vísaði til valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem Ísland hefur fullgilt og nýjan samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri misbeitingu. Þar er m.a. lögð sérstök áhersla á:
- þverfaglega samvinnu,
- að öll rannókn og málsmeðferð innan refsivörslukerfisins miðist við hagsmuni og réttindi barnsins jafnhliða réttindum sakbornings,
- að gæta þess að opinber rannsókn og meðferð sakamáls auki ekki þjáningar barnsins,
- að koma í veg fyrir óþarfa tafir í meðferð máls,
- að tryggja sérþekkingu og þjálfun þeirra sem rannsaka kynferðisbrotamál,
- að tryggja að skýrsla af barni sé tekin í sérútbúnu húsnæði, af sérhæfðum rannsakanda og að sami viðmælandi taki allar skýrslur af barni ef unnt er.
Barnaverndarstofa mælir einnig eindregið með því að kveðið verði nánar á í frumvarpinu um samstarf refsivörslukerfisins og barnaverndaryfirvalda.

Hér má sjá umsögn um frumvarp til laga um meðferð sakamála

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica