Málþing um stefnumarkandi áætlun félagsmálaráðuneytis og Barnaverndarstofu um barnavernd.

8 feb. 2008

Þann 4. febrúar sl. héldu félagsmálaráðuneytið og Barnaverndarstofa málþing um drög sem stofan gerði fyrir ráðuneytið að stefnumarkandi áætlun ríkisins um barnavernd. Til málþingsins voru boðaðar sveitarstjórnir, barnaverndarnefndir, auk félagasamtaka og annarra aðila er málefnið snerta.

Félags- og tryggingamálaráðherra setti málþingið og flutti ávarp þar sem hún gerði grein fyrir meginatriðum áætlunarinnar. Þá gerðu Bragi Guðbrandsson og Hrefna Friðriksdóttir nánari grein fyrir uppbyggingu áætlunarinnar, meginmarkmiðum, starfsmarkmiðum og einstaka verkefnum. Formaður Samtaka félagsmálastjóra, Gunnar Sandholt, og formaður barnverndarnefndar Eyjafjarðar, Baldur Dýrfjörð, fluttu innlegg og komu með gagnlegar ábendingar. Síðan voru fyrirspurnir og almennar umræður.

Málþingið var vel sótt og fram komu ýmis sjónarmið sem tekin verða til athugunar áður en gengið verður frá áætluninni hjá ráðuneytinu og Barnaverndarstofu. Þegar áætlunin liggur fyrir í endanlegri gerð innan skamms verður hún lögð fram á Alþingi og kynnt frekar.

Hér má sjá ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur ráðherra félags- og tryggingarmála
Hér má sjá glærur frá fyrirlesti Braga Guðbrandssyni forstjóra og Hrefnu Friðriksdóttur lögfræðingi BVS
Hér má sjá glærur og erindi Gunnars Sandholts formanns Samtaka félagsmálastjóra

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica