Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nútímans:

2 jan. 2008

Ábyrgð foreldra og fjölskyldulíf – Hugvekja um stöðu barna í upphafi nýs árs –

Siðfræðistofnun stendur fyrir málþingi föstudaginn 4. janúar n.k. um ábyrgð foreldra og fjölskyldulíf. Málþingið hefst kl. 15:00 og verður haldið í Norræna húsinu. Á málþinginu verða haldin þrjú erindi: Vilhjálmur Árnason, prófessor HÍ heldur erindi sem nefnist Uppeldi til frelsis í neyslusamfélagi, Baldur Kristjánsson, dósent KHÍ nefnir erindi sitt Hvernig fer fjölskyldulíf og foreldraábyrgð saman í nútímasamfélagi? og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu fjallar um Foreldraábyrgð og barnasáttmáli S.Þ. Að erindum loknum verða stuttar pallborðsumræður og þar taka þátt þau Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við HÍ og séra Sigurður Pálsson, fyrrv. sóknarprestur. Boðið er uppá kaffiveitingar í anddyri Norræna hússins að málþingi loknu. Fundarstjóri er Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ
Málþingið er hluti af verkefni Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nútímans sem styrkt var af Kristnihátíðarsjóði. Málþingið er öllum opið.Siðfræðistofnun
KRISTNIHÁTÍÐARSJÓÐUR

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica