Ráðstefna Adferdssentret í Noregi

10 des. 2007

Þrír starfsmanna Barnaverndarstofu sóttu í októbermánuði ráðstefnu Adferdssentret í Noregi sem haldin er árlega. Adferdssentret er samstarf Háskólans í Osló og stjórnvalda og fæst við að rannsaka málefni barna sem lenda í vanda og hvaða aðferðir geta komið að gagni við að aðstoða þau börn. Meira en 40 rannsakendur, flestir með félagsvísindi sem faggrein, starfa hjá stofnuninni að staðaldri. Ráðstefnuna sækja gjarnan sérfræðingar víðsvegar að úr Noregi, félagsvísindamenn, starfsmenn stofnana og félags- og barnaverndaryfirvalda o.s.frv.

Að þessu sinni var efni ráðstefnunnar félagsleg færni barna. Fengist var við að skilgreina eðli hugtaksins og greint frá rannsóknum og kenningum. Tveir fyrirlesara voru Bandaríkjamenn. Aðal áhersla var lögð á að sér grein fyrir því hvernig sum börn sem alin eru upp við afar erfiðar, jafnvel varhugaverðar uppeldisaðstæður, ná þrátt fyrir það að tileinka sér og sýna mikla félagslega færni. Með öðrum orðum hvað kann að ráða því að sum börn þróa með sér ríkulega félagsfærni á meðan annarra í svipaðri stöðu bíður það hlutskipti að eiga í miklum vanda allt sitt líf.

Af einstaka kynningum fjallaði ein um 8 ára reynslu Norðmanna af MST aðferðinni sem stendur til boða um gervallan Noreg. Heildarniðurstaða þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið reglulega benda ótvírætt til umtalsverðs og varanlegs árangurs. Í Noregi hefur vissulega komið fram ýmis gagnrýni á nýjar aðferðir sem byggja á því sem nefnt er á ensku “evidence based” aðferð eða sú sem byggir á þekkingargrunni. MST aðferðin er ein þeirra. Í því felst að hluti aðferðarinnar og eitt einkenna hennar er árangursmæling. Upplýsingar um þann árangur sem mælist virðist ekki styðja þá gagnrýni sem komið hefur fram á aðferðirnar enda beinist hún m.a. að kostnaði en ekki efasemdum um skort á árangri.

Nú eru gerðar tilraunir til að þróa fjölskyldumeðferð (nefnt Functional Family Therapy) sem sækir fyrirmynd sína að sumu leyti til hefðbundins fjölskyldumeðferðarforms en nýtir einnig nýjungar sem sóttar eru til hinnar nýju hugsunar um að byggja á að safna upplýsingum (árangursmat) jafn óðum (evidence-based). Á ráðstefnunni var kynnt tilraun sem stendur yfir í tveimur sveitarfélögum í Noregi um þessa fjölskyldumeðferð. Þá hefur þetta form fjölskyldumeðferðar verið stundað í Amsterdam og kynnandi var hollenskur.

Á ráðstefnunni var greint frá starfi einnar þeirra stofnana sem reistar hafa verið (5 talsins) í Noregi þar sem starfið byggir á þeirri vitneskju sem safnað hefur verið frá öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið í heiminum að undanförnu um stofnanir fyrir börn og gæði þeirra. Við uppbyggingu umræddra stofnana hefur þessi þekking verið lögð til grundvallar í skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd. Þegar hefur fengist mikilvæg reynsla og þekking á þessari tilraun sem mun halda áfram. Barnaverndarstofa mun gera sér far um að fylgjast með því sem fram fer í þessum efnum í því skyni að bæta starf hérlendra meðferðarstofnana.

Eins og gefur að skilja var fjölmargt annað efni á ráðstefnunni sem snerti yfirskrift hennar um félagslega færni. Má þar nefna árangur að PMT (Parent Management Training) eða foreldrafærniþjálfunar, áhrif hinna nýju árangursmælingaraðferða á hefðbundnari aðferðir í félagsþjónustu og barnavernd. Og svo mætti telja.

Sjá nánar á vef Adferdssentret hér.



Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica