Heiðraðir fyrir framlag til barnaverndar

3 des. 2007

Fimm einstaklingar voru heiðraðir fyrir að hafa markað djúp spor í sögu barnaverndar á hátíð í tilefni 75 ára afmælis fyrstu barnaverndarlaga á Íslandi sem gildi tóku árið 1932 og haldin var í Hátíðarsal Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag. Þessir einstaklingar eru dr. Sigurjón Björnsson, prófessor, dr. Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi, Kristján Sigurðsson fv. Forstöðumaður, dr. Björn Björnsson, prófessor og Sveinn Ragnarsson, fv. félagsmálastjóri í Reykjavík.

Félagsmálaráðherra afhenti þeim sem heiðraðir voru af þessu tilefni listaverk, sem hönnuð voru af Sigrúnu O. Einarsdóttur, glerlistamanni í Bergvík af þessu tilefni.

Í máli forstjóra Barnaverndarstofu kom m.a. fram að framlag dr. Sigurjóns Björnssonar m.a. til rannsókna á sálarlífi barna á Reykjavík og athuganir hans á börnum, sem dvalið höfðu á vöggustofum í frumbernsku, hafi haft mikil áhrif á breytt viðhorf til stofnanavistunar barna. Dr. Guðrún Jónsdóttir hafi átt verulegan þátt í því að skapa samfélagsvitund um útbreiðslu kynferðisofbeldis gegn börnum á Íslandi. Þá eigi Kristján Sigurðsson langan og farsælan starfaldur að baki og leitt Unglingaheimili ríkisins í gegnum mikilvægar breytingar, einkum á áttunda áratugnum. Dr. Björn Björnsson var m.a.framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar Reykjavíkur og form. nefndarinnar og beitti sér ásamt Sveini Ragnarssyni félagsmálastjóra fyrir breyttum viðhorf til vistunar barna utan foreldrahúsa og fagvæðing félagsþjónustunnar í höfuðborginni í lok sjöunda áratugarins. Þá hafi farsæl störf Sveins Ragnarssonar sem félagsmálastjóri borgarinnar spannað rúm 30 ár og að framlag hans til að miðla af reyslu sinni til stjórnenda sem og starfsmanna í félagsþjónustu og barnavernd á Íslandi hafi verið ómetanlegt.

Jóhanna Sigurðardóttir flutti ávarp við opnun hátíðarinnar og þá flutti Bragi Guðbrandsson ítarlegt erindi um sögu barnaverndar á Íslandi, einkum m.t.t. stofnanadvala barna á ólíkum tímaskeiðum. Þá var sýnd leikin heimildarmynd frá árinu 1963, ”Úr dagbók lífsins”, en hún fjallar m.a. um þær aðstæður sem þá kölluðu á afskipti barnaverndaryfirvalda. Erindi Jóhönnu má sjá hér.

Hátíðina sóttu rúmlega eitt hundrað boðsgestir en því miður hamlaði færð því að gestir víða af landsbyggðinni kæmust til Reykjavíkur.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica